Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 879 svör fundust

Verða frumur alltaf minni og minni eftir því sem þær skipta sér oftar?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Við frumuskiptingu verða dótturfrumur minni en móðurfrumur. Verða þá ekki „næstu kynslóðir“ frumunnar ennþá minni og svo koll af kolli? Þótt dótturfrumur séu minni en móðurfruma eins og hún var rétt fyrir skiptingu, ná þær senn eðlilegri stærð sinnar frumugerðar. Þær skip...

Nánar

Hvað er geislun og hvað eru til margar gerðir af henni?

Geislun má flokka á ýmsan veg í misjafnlega marga flokka og undirflokka, til dæmis eftir eðli geislunarinnar, uppruna hennar eða áhrifum á efnið sem hún fer um. Ef flokkað er eftir eðli er til tvenns konar geislun, annars vegar rafsegulgeislun (electromagnetic radiation; til dæmis ljósgeislun) og hins vegar gei...

Nánar

Af hverju heitir D-Day þessu nafni?

Orðið D-Day eða d-dagur á íslensku er orðatiltæki sem notað er í hernum yfir fyrsta dag innrásar eða hernaðaraðgerðar. Orðatiltækið er viðhaft þegar nákvæm dagsetning innrásar hefur ekki verið ákveðin eða upplýst eða þegar gæta þarf mikillar leyndar. Þá er d-ið á undan day eða degi notað í stað þess að tilkynna ná...

Nánar

Getur vatn verið þurrt?

Gestir okkar hafa greinilega gaman af að velta fyrir sér merkingu orðanna þó að tengingin við raunveruleikann sé að vísu oft á næstu grösum. Við kveinkum okkur alls ekki undan þessu því að við höfum líka lúmskt gaman af að spá í orðin og tungumálið. Hins vegar þurfa kannski báðir aðilar að gæta sín á því að festas...

Nánar

Hvað er ABC-greining?

ABC-greining byggist upphaflega á rannsóknum ítalska verkfræðingsins Vilfredo Pareto (1848-1923). Hann veitti því meðal annars athygli að 80% af verðmætum á Ítalíu voru í eigu um það bil 20% þjóðarinnar. Við nánari skoðun hefur komið í ljós að slík 80/20 skipting er nokkuð algeng á fleiri sviðum. Til dæmis er oft ...

Nánar

Er hægt að skipta um kennitölu?

Í stuttu máli, nei. Kennitala er 10 tölustafa auðkennisnúmer sem við notum til að auðkenna okkur í viðskiptum og samskiptum við hvert annað. Hver kennitala er því einstök. Þegar einstaklingi hefur verið úthlutuð kennitala fylgir hún honum um alla ævi. Undantekning á þessu getur verið ef einstaklingurinn hefu...

Nánar

Sé bil á milli róteindar og rafeindar, er þá ekki fræðilegur möguleiki að tveir einstaklingar fari í gegn þegar þeir hlaupa hvor á annan?

Hér er væntanlega vísað til þess að massi atóms er nær allur í kjarna þess, en hann er aðeins mjög lítill hluti af stærð þess. Því finnst okkur við fyrstu sýn að atómin séu næstum tóm (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað er milli atóma fyrir utan efnatengi? Er til algert tómarúm?) og þau ættu að geta runn...

Nánar

Það er hægt að skipta hlutum í tvennt, þrennt og fernt, en getum við talað um að skipta hlutum í "femnt" eða smærri einingar?

Orðin tvennur, þrennur og fern eru lýsingarorð og merkja 'í tveimur (þremur, fjórum) samstæðum; tveir (þrír, fjórir) um eitthvað'. Talað er til dæmis um að skipta einhverju í tvennt (þrennt, fernt), það er í tvo (þrjá, fjóra) hluta. Lýsingarorðin laga sig eftir nafnorðinu sem þau standa með, til dæmis með tvennu (...

Nánar

Hvernig finnið þið út fjarlægðirnar í geimnum?

Þetta er góð spurning og varðar grundvallaratriði í stjarnvísindum því að fjarlægð stjarna og vetrarbrauta skiptir að sjálfsögðu sköpum þegar menn meta mikilvæga eiginleika þeirra, svo sem raunverulega birtu. Í stuttu máli má segja að menn beiti mjög mismunandi aðferðum við þetta eftir því hver fjarlægðin er. Það ...

Nánar

Af hverju varð Hollywood miðstöð kvikmyndabransans í heiminum?

Þetta eru í raun tvær spurningar. Í fyrsta lagi, hvers vegna urðu Hollywood og Kalifornía miðja bandarísks kvikmyndaiðnar? Og í öðru lagi, hvers vegna varð bandarísk kvikmyndagerð ráðandi í heiminum? Fyrsta miðstöð bandaríska kvikmyndaiðnaðarins var New York auk þess sem nokkur stór framleiðslufyrirtæki áttu s...

Nánar

Hvernig er leitað að reikistjörnum utan sólkerfisins?

Hægt er að nota nokkrar aðferðir til að leita að reikistjörnum utan sólkerfis okkar. Slík leit er afar flókin vegna þess hve erfitt er að greina reikistjörnurnar úr mikilli fjarlægð. Ólíkt sólstjörnum, sem geisla frá sér orku sem losnar við kjarnasamruna, senda reikistjörnur ekki frá sér eigið ljós heldur endurva...

Nánar

Hvað stjórnar litaskiptunum hjá rjúpunum?

Fiður er mjög mikilvægt líffæri sem einkennir fugla. Fiðrið gegnir fyrst og fremst því hlutverki að vera einangrunarlag, sem temprar líkamshitann, og er einnig mjög mikilvægt flugtæki. Auk þess er fiðrið mikilvægt vegna litar og munsturs, sem er venjulega til þess fallið að fuglinn verður minna áberandi, en er ein...

Nánar

Fleiri niðurstöður